Á morgun taka gildi gular og appelsínugular viðvaranir vegna sunnanhvassviðris eða storms.

Vaxandi sunnanátt í nótt, víða 15-25 m/s í fyrramálið og rigning sunnanlands en úrkomuminna norðan heiða. Snýst í suðvestanátt síðdegis á morgun með skúrum og hvessir heldur fyrir norðan, stormur eða rok þar og mjög snarpar hviður.

Þegar líður á morgundaginn kólnar heldur í veðri og líkur á éljum á Vestfjörðum ásamt miklum vindhraða, þar tekur gildi appelsínugul viðvörun vegna hríðar.

Sjá viðvaranir á vef Veðurstofunnar.