Enn og aftur er lokað vegna ófærðar og snjófjólahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Það er víða þæfingur eða snjóþekja og skafrenningur í Húnavatnssýslum. Ófært er í Langadal en hægt að fara um Reykjabraut (724) og svo Svínvetningabraut (731) en þar er skafrenningur. Ófært er í Héðinsfirði, á Þverárfjalli og Víkurskarði.

Í dag er norðaustan 13-23 m/s og snjókoma um landið norðanvert, hvassast á Vestfjörðum. Mun hægari vindur sunnantil og þurrt. Víða vægt frost.

Á morgun er norðan 8-13 á og dálítil él, en austlægari og snjókoma sunnanlands. Lægir annað kvöld, styttir upp að mestu og herðir á frosti.