Þann 10. maí næstkomandi munu Arion bankarnir í Fjallabyggð sameinast í einn banka. Mun útibúið starfa á Siglufirði að Túngötu 3 og fara þeir tveir starfsmenn sem unnið hafa í 1/2 starfi á Ólafsfirði yfir til Siglufjarðar. Eftir sameininguna veða níu störf í bankanum.
Arion banki opnaði á Siglufirði nýtt útibú þann 23 nóvember 2015 . Nýja útibúið er byggt á grunni starfsemi Sparisjóðs Siglufjarðar. Einnig hefur útibú Sparisjóðs Skagafjarðar á Sauðárkróki sameinast starfsemi útibús Arion banka á staðnum. Sú fjarvinnsla sem AFL sparisjóður sinnti fyrir Arion banka á Siglufirði er nú hluti af viðskiptaumsjón og lífeyrisþjónustu bankans. Þar með er samruna AFL sparisjóðs og Arion banka lokið.
Alls störfuðu þá um 30 manns hjá Arion banka í Fjallabyggð en hefur fækkað niður í 9 manns.
Útibústjóri í Arion banka er Oddgeir Reynisson. Oddgeir er viðskiptafræðingur að mennt. Starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá fjarskiptafyrirtækinu NOVA og árunum 2001-2007 sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Emblu, Medcare og Flögu. Á árunum1995-2001 var Oddgeir fjármálastjóri hjá Nesskipum. Oddgeir er kvæntur Herdísi Guðmundsdóttur og saman eiga þau þrjú börn.
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir