Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 29. október var lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði, dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir aðkomu Fjallabyggðar að skuldastöðu Gnýfara sem er tilkomin vegna byggingar reiðskemmu að Faxavöllum 9.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

Á sama fundi voru lögð fram tvö önnur erindi Þorvalds Hreinssonar fh. stjórnar Hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði.

Erindi dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir því að mokaður verði afleggjari upp í efnisnámuna og gamla leiðin frá Kleifarvegi.
Einnig er óskað eftir því að reiðleið um reiðveg frá Brimvöllum yfir gangnamunna Héðinsfjarðaganga að Garðsá verði mokuð.

Erindi dags. 22.10.2019 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Fjallabyggðar við félagið.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindunum til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.