Hæstiréttur hefur fellt dóm í kærumáli Starfsgreinasambandsins fyrir hönd Einingar-Iðju gegn Akureyrarbæ til að fá staðfest að sveitarfélögunum bæri að virða samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda frá árinu 2009.

Samninganefnd sveitarfélaganna neitaði að eiga viðræður um hvernig best væri að standa að útfærslunni og átti SGS ekki annan kost en að vísa málinu til Félagsdóms. Samband Íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Akureyrarbæjar krafðist þess fyrir Félagsdómi að málinu yrði vísað frá, Félagsdómur féllst ekki á það í öllum málsliðum og kærði Sambandið þá niðurstöðu  til Hæstaréttar.

Sjá nánar á ein.is