Neytendastofu barst erindi vegna rangra og villandi staðhæfinga í markaðssetningu á kollagen vörum FEEL ICELAND sem væru kynntar sem íslensk framleiðsla. Benti kvartandi á að þótt fiskroðið sem kollagenið væri unnið úr væri íslenskt þá færi aðvinnsla fiskroðsins fram erlendis og vara teljist ekki íslensk ef hún sé að meginstefnu til framleidd erlendis. Umbúðir FEEL ICELAND séu hins vegar allar merktar „Product of Iceland“ .

Neytendastofa taldi að þrátt fyrir að upprunavottorð sýni fram á að fiskroðið sem kollagenið er unnið úr, sé íslenskt, er merkingum FEEL ICELAND á vörunni Amino Marine Collagen Powder ábótavant. Óumdeilt væri að hluti vinnslunnar fari fram hjá erlendum framleiðanda og þar með framleiðsla innihaldsefnisins kollagens. Skortur á upplýsingum um að hluti framleiðslunnar fari fram í Kína geri merkingar á vörunni villandi þar sem gefið er ranglega til kynna að um alíslenska framleiðslu og vöru sé að ræða. Fyrirtækinu var því bannað að nota merkingarnar án þess að framleiðsluland kollagensins kæmi skýrt fram.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

 

Mynd: pixabay