Í dag, miðvikudaginn 9. maí 2018 er síðasti dagur bankaþjónustu í Ólafsfirði.

Útibú Arionbanka hefur að undanförnu verið eini bankinn í Ólafsfirði, en þar verður starfsemi lögð niður kl 16 í dag.

Öll önnur þjónusta verður óbreytt, símanúmer, tölvupóstföng og Arion appið virka áfram.

Nýr innlagnar- hraðbanki hefur verið settur upp, sem einnig er hægt að taka út peningaupphæð allt að 300.000 Kr.

 

Hraðbanki

 

Allir starfsmenn útibúsins halda sinni vinnu, sem færist til Siglufjarðar.

Í tilefni dagsins er boðið upp á léttar veitingar frá kl 13 – 16.

Þessar myndir voru teknar í útibúinu í dag.

 

Arion banki Ólafsfirði

 

 

Texti og myndir: Gunnar Smári Helgason