Bólusett verður við inflúensu á HSN Sauðárkróki og nú geta forgangshópar bókað tíma í bólusetningu í síma 432-4200.
Bólusett verður eftirfarandi daga:
28. október kl. 13.00-16.00
29. október kl. 08.30-16.00
Einnig hefur verið opnað fyrir vefbókanir á www.heilsuvera.is
Athugið að forgangshópar geta eingöngu bókað í bólusetningu þessa daga og a.m.k. 14 dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn COVID-19 og inflúensubólusetningar.
Til að flýta fyrir er best að vera í stutterma bol eða skyrtu til að auðvelt sé að bera handlegg. Munið eftir grímu og komið ekki í bólusetningu ef einhver einkenni eru til staðar.
Forgangshópar í bólusetningu hjá HSN eru eftirfarandi:
- Allir einstaklingar sem eru 60 ára eða eldri.
- Allir einstaklingar og börn með langvinna sjúkdóma, s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.
- Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
- Þungaðar konur
Þessir hópar fá bóluefnið frítt en borga komugjald, 500 kr., nema eldri borgarar og öryrkjar sem eru undanþegnir komugjaldi.