Þolendur kynbundins ofbeldis eru meira en vettvangur glæps!
Með undirskriftasöfnun Stígamóta er verið að skora á dómsmálaráðherra að jafna stöðu brotaþola með því að veita þeim aðild að sínum málum og öll sambærileg réttindi á við sakborninga. Í dag hafa yfir 10.000 manns skrifað undir
“Við sættum okkur ekki við það að þolendur ofbeldis séu vitni í eigin kærumálum. Við krefjumst þess að brotaþolar fái aðild að málum sínum og öll sambærileg réttindi á við sakborninga.”
Með aðild að máli fást meðal annars réttindi til að:
/ Fá sama aðgang að gögnum á rannsóknarstigi og sakborningar
/ Sitja inni í dómsal/ Spyrja vitni og sakborning spurninga fyrir dómi
/ Taka til máls þegar haldnar eru lokaræður á dómstigi
/ Leggja fram viðbótarsönnunargögn fyrir dómi/ Áfrýja málinu
Nánari upplýsingar og undirskriftahlekk má finna hér.