Ásta Sigríður verður með tónleika í Þjóðlagasetrinu næsta fimmtudag, þann 15. ágúst kl. 20. Þar mun hún flytja íslenska þjóðlagatónlist ásamt tónlist frá norðurlöndunum.

Ásta Sigríður er söng- og tónlistarkona sem ólst upp við þjóðlög og kveðskap. Hún hefur verið meðlimur í þjóðlagahljómsveitinni Spilmönnum Ríkínís með fjölskyldu sinni frá sjö ára aldri og fram til dagsins í dag. Hún dvaldi á Siglufirði sumrin 2021-23 og starfaði á Þjóðlagasetrinu. Þar kvað hún daglega fyrir ferðamenn og hverja sem vildu heyra.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.