Það verður fjör á Ljóðasetrinu á morgun, fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 16.00 því þá mun hljómsveitin Ástarpungarnir leika og syngja fyrir börnin.

Hljómsveitin hefur getið sér gott orð síðustu ár og mun leika ýmis lög sem henta yngri hlustendum og það verður örugglega hægt að syngja með.

Enginn aðgangseyrir – Bara að njóta

Tónleikarnir eru styrktir af Barnamenningarsjóði og eru hluti af verkefninu Barnamenning á Ljóðasetri sem staðið hefur yfir í sumar.