Hljómsveitin Ástarpungarnir hefur ákveðið að fagna aðventunni með jóladagatali þar sem eitt lag birtist á hverjum degi fram að hátíðunum á Facebook síðu Ástarpunganna. Fyrsta lagið, Jólin eru að koma, fór í loftið í gær og hefur þegar fengið frábærar undirtektir hjá hlustendum.

Hljómsveitin hvetur hlustendur til að senda inn óskir um hvaða lag þeir vilja heyra næst og aldrei að vita nema að þitt lag fái að hljóma í jóladagatalinu.

Í dag buðu Ástarpungarnir upp á sína útgáfu af laginu Please Come Home for Christmas, klassískt jólalag sem sveitin gerir að sínu með hlýjum og skemmtilegum tón.

Fylgist með jóladagatalinu á Facebook síðu Ástarpunganna með því að smella hér.

Horfið á myndbandið hér að neðan þar sem Ástarpungarnir flytja lagið Jólin eru að koma.

Myndir: skjáskot úr myndbandi