Atli Tómasson er ungur Ólafsfirðingur útskrifaður úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2017 og heldur hann sína fyrstu einkasýningu eftir útskrift í Kaktus á Akureyri.
Sýningin opnar föstudaginn 9. nóvember kl 20:00- 22:00.
Einnig verður hún opin 10. nóvember 14:00-16:00
og sunnudaginn 11. nóvember 14:00-16:00
Kaktus er staðsett í Strandgötu 11b
Einnig verður hún opin 10. nóvember 14:00-16:00
og sunnudaginn 11. nóvember 14:00-16:00
Kaktus er staðsett í Strandgötu 11b
Öll verkin eru máluð með olíu og þemað er breytingar í andlitum fólks eins og Atli segir sjálfur. “Þegar ég tala um breytinguna er ég að spá í fólk sem lætur tattoo-a sig gata eða breyta sér. Sýni það svo á móti andlitum sem breyttust af utanaðkomandi ástæðum sem er s.s stríð, fanga svo þessar manneskjur í sama heiminn með því að mála bláu angana inn í verkin sem breyta andlitunum enn meira“
Myndir: úr einkasafni