Dalvíkurbyggð auglýsir eftir langtímaleigjanda að Sundskála Svarfdæla.

Sundskáli Svarfdæla var reistur 1929 og verður því 90 ára á árinu. Laugin er 12,5 m að lengd og á botni sundlaugarinnar er að finna hafmeyju í djúpu lauginni.

Ekki er gilt rekstrarleyfi fyrir sundlaug á mannvirkinu.

Tilboðum skal skila skriflega á skrifstofu Dalvíkurbyggðar, en sveitarfélagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Börkur Þór Ottósson á borkur@dalvikurbyggd.is

Sjá nánar: Hér