Tillaga að deiliskipulagi – Nestún norðurhluti og óveruleg breyting á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 27. október sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Nestún norðurhluta á Sauðárkróki ásamt óverulegri breytingu á gildandi deiluskipulagi suðurhluta Nestúns í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmiðið með tillögunni að deiluskipulagi fyrir norðurhluta Nestúns er m.a. að svara aukinni eftirspurn eftir íbúðarlóðum á Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir alls 5 parhúsalóðum. Hámarksnýtingarhlutfall lóða er 0,35 sem gefur möguleika á byggingarmagni allt að 402,78 m².
Þá liggur fyrir tillaga ásamt greinargerð að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi suðurhluta Nestúns. Breytingin gerir grein fyrir breyttu nýtingarhlutfalli lóða númer 2-14, lóðir austan götu. Nýtingarhlutfall Nestúns 2 verður 0,46. Nýtingarhlutfall Nestúns 4, 6, 8, 10, 12 og 14 verður 0,45. Á þessum lóðum skal reisa einbýlishús á tveimur hæðum með inngangi á efri hæð að vestanverðu.
Skipulagstillagan mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15.
Tillagan er auglýst frá 3. nóvember til og með 16. desember 2021. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og eða koma á framfæri ábendingum við skipulagstillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og má afhenda í afgreiðslu ráðhúss við Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki eða senda á póstfangið, Sveitarfélagið Skagafjörður, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki. Einnig er hægt að senda ábendingar / athugasemdir á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is
Skipulagsuppdráttur – Nestún norður
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi – Nestún suðurhluti
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar