Matvælastofnun vill benda framleiðendum á mikilvægi þess að aðskilja matvæli annar vegar og aukaafurðir dýra – ABP hins vegar sem og að í öllum tilfellum þarf að fylgja viðskiptaskjal þegar ABP er afhent frá starfsstöð.  Sérstaklega er vakin athygli á að merkja þarf ílát og kör sem ABP og tilgreina áhættuflokk og ekki er leyfilegt að nota sama ílát eða kar undir matvæli sem notað hefur verið fyrir ABP.  Matvælafyrirtækjum er ekki heimilt að taka á móti ABP nema hafa til þess leyfi og fullkomlega aðskildar framleiðslulínur þar sem krossmengun er ekki möguleg.

Hægt er að nálgast viðskiptakjal á eftirfarandi vefslóð:

https://www.mast.is/is/annad/aukaafurdir-dyra/aukaafurdir-dyra#formleg-skjol

Ítarefni:

Aukaafurðir dýra