Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að undirrita reglugerð mánudaginn 27. febrúar n.k. þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Hækkun á hlut Íslands mun því verða alls 147.280 tonn, aflamark í loðnu verður því alls 329.460 tonn.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að hluti þessarar aukningar  verði veidd fyrir norðan landið. Því getur komið til skyndilokana á ákveðnum svæðum til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar.

Mynd/Golli