Öskudagurinn var litríkur og skemmtilegur í Menntaskólanum á Tröllaskaga og mörg voru í grímubúningum, bæði nemendur og starfsfólk. Þá var nemendafélagið með búningakeppni.

Mörg börn komu í skólann og sungu fyrir sælgæti en einnig var í boði að fá bók að launum. Teknar voru myndir af sönghópunum og eru þær í myndaalbúmi hér á síðunni. 

Öskudagurinn á átján bræður, segir þjóðtrúin og miðað við veðurblíðuna í dag ætti að verða einmunatíð til 18. mars.

Smellið hér til að skoða myndasafn.

Myndir/Gísli Kristinsson