Elísabet Ólafsdóttir, alltaf kölluð Lísa, ólst upp á Hvammstanga en flutti svo til Akureyrar á unglingsárunum.

Hún stundaði söngnám á Akureyri, í Reykjavík, í Lúxemborg og í Kaupmannahöfn þar sem hún tók söngkennaranám að auki.

Nýlega fór hún að senda frá sér frumsamið efni og er enn að semja en hefur farið þá leiðina að senda frá sér eitt lag í einu og planið er að halda því áfram.

Hún vinnur lögin með Vigni Snæ og hefur verið dugleg að fá frábæra tónlistarmenn til að spila með sér.

Nú eru 4 lög komin á Spotify og YouTube.

Hér er eitt þeirra, “Á næstu öld”.