Á 127. fundi hafnarstjórnar Fjallabyggðar lagði hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla til og með 4. apríl með samanburði við fyrri ár.
Á Ólafsfirði hafa 57 tonn borist á land í 54 löndunum, á sama tíma í fyrra hafði 37 tonnum verið landað í 25 löndunum.
Á Siglufirði hafa 1.951 tonn borist á land í 47 löndunum, samtímatölur fyrra árs eru 3.893 tonn í 99 löndunum.