Guðmundur Gauti Sveinsson skipar 8. sæti lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð.

Guðmundur Gauti er 35 ára Siglfirðingur, kvæntur Katrínu Drífu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn; Jóhann Gauta 10 ára, Guðnýju 6 ára og Brynju 2 ára.

Guðmundur Gauti er með grunnskólapróf og starfar hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar.

Guðmundur Gauti hefur á undanförnum árum setið í Hafnarstjórn og Markaðs- & menningarnefnd og situr nú í Barna- og unglingaráði KF.

Helstu áhugamál hans eru að eyða tíma með fjölskyldunni, stunda íþróttir, ljósmyndun og útiveru.

Málefni fjölskyldna, atvinnumál í Fjallabyggð og umhverfis- og skipulagsmál eru efst á baugi hjá Guðmundi Gauta.

Upplýsingar fengnar af: facebooksíðu Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar