Björgunarsveitin Strákar fögnuðu 90 ára afmæli sínu í gær með því að bjóða bæjarbúum og öðrum velunnurum í veglega veislu. Þeir buðu gestum sínum upp á að skoða tæki og tól, vakti það mikla athygli hjá ungu kynslóðinni. Einnig voru húsakynni bjögunarsveitarinnar opin gestum sem höfðu gaman af því að skoða aðstöðuna.

Í dag starfa um 20 virkir aðilar í björgunarsveitinni og um 50 manns í útkallsteymi.

Trölli.is óskar Björgunarsveitinni Strákum til hamingju með þennan merka áfanga.

 

Við Björgunarsveitahúsið

 

Bílakostur Stráka er öflugur

 

Þessir ungu menn þeir Halli og Toggi höfðu mikinn áhuga á að skoða öll tæki og tól

 

Veisluborðið svignaði undan veglegum kræsingum

 

Konur úr Slysavarnadeildinni Vörn aðstoðuðu Björgunarsveitina Stráka á þessum merka degi