Bananakaka með súkkulaði og hnetusmjöri

  • 5 dl hveiti
  • 3/4 tsk matarsódi
  • ½ tsk salt
  • 3 þroskaðir bananar
  • 1 dl hnetusmjör
  • 1 ¼ dl sykur
  • 1 dl púðursykur
  • 3/4 dl súrmjólk
  • 75 g brætt smjör
  • 2 egg
  • 100 g hakkað suðusúkkulaði (eða það súkkulaði sem þú velur)

Hitið ofninn í 175°. Smyrjið formkökuform og klæðið með bökunarpappír.

Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Stappið bananana í annarri skál  og blandið hnetusmjöri, sykri , súrmjólk, smjöri og eggjum saman við þá. Hrærið blöndunni saman í kekkjalaust deig. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið saman þar til deigið er slétt. Hrærið að lokum súkkulaðibitunum í deigið.

Setjið deigið í formið og bakið í miðjum ofni í um 60 mínútur, eða þar til prjóni stungið í kökuna kemur þurr upp.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit