Deiliskipulag á Leirutanga í Fjallabyggð var tekið fyrir að nýju á 325. fundi skipulags- og umhverfisnefndar að beiðni Bás ehf. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin staðfesti fyrri afstöðu sína um að starfsemi Bás ehf. á Leirutanga verði fest í sessi á svæðinu, í samræmi við beiðni fyrirtækisins. Hugmyndir þess um að afmarka athafnasvæðið með mönum og gróðri eru taldar falla vel að fyrri stefnu bæjarstjórnar um þróun svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar til næstu skrefa. Þar eru þrír valkostir lagðir fram:
- Að hafna beiðni Bás ehf.
- Að hefja skipulagsferlið að nýju með auglýsingu skipulagslýsingar og samhliða breytingu á aðalskipulagi.
- Að taka skipulagstillögu Bás inn í heildarendurskoðun deiliskipulags svæðisins með samhliða breytingum á aðalskipulagi, ef þörf krefur.