Á 655. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.06.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í gerð göngustígs á Leirutanga þann 2. júní 2020.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason kr. 6.489.500, Bás ehf kr. 4.062.400 og var munur á milli tilboða kr. 2.427.100.

Deildarstjóri lagði til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið. Bæjarráð samþykkti því að taka tilboði Bás ehf í göngustíg á Leirutanga.