Pistlahöfundur minnist þess að fátt var eins skemmtilegt og fagurt fyrir augað, en að spássera um bryggjurnar heima á Sigló á góðum sumarsunnudegi í denn og dáðst að fallegum og litríkum trébátum og trillum. Taktfast hljóðið úr bátavélunum var líka mjög svo sérstakt og mikið eyrnakonfekt og passaði vel við kyrrðina í hinu heimsfræga Siglfirska galdralogni.

Nú er þetta umhverfi allt löngu horfið og við eigum okkur aðeins minningamyndir úr ljósmyndum á Ljósmyndasafni Siglufjarðar og ekki síst með því að skoða fallega báta og bátalíkön á söfnum eins og t.d. Síldarminjasafni Íslands.

Hér birtast ykkur 50 ljósmyndir í þremur myndaalbúmum sem og kafli um bátavélasafn og gömul bátavélahljóð:

Myndaalbúm 1: Bátalistaverk eftir Åke Arnold Carlsson í Lysekil. 10 myndir.
Myndaalbúm 2: Hálfir bátar og skrokkar. 6 myndir.
Myndaalbúm 3: Siglfirskar bátalistaverka ljósmyndir frá Steingrími Kristins (Litaðar, áður svarthvítar gamlar bátaljósmyndir) 35 myndir.

ATH. Hægt er að skoða myndirnar einar og sér og stækka með því að smella á hvaða mynd sem er og þá er hægt að fletta ljósmyndunum fram og til baka.

Tvær útgáfur af Hjalta SI 12. Ljósmyndari: ( Halli Nonni) Hallgrímur Hafliðason og Steingrímur Kristinsson.

í Lysekil á vesturströnd Svíþjóðar býr 84 ára gamli bátalíkana listamaðurinn Åke Arnold Carlsson, en hann smíðar ekki bara nákvæmar eftirlíkingar af bátum, skipum og húsum. Hann er nefnilega líka þekktur fyrir að smíða ótrúlega falleg bátalistaverk, eins og sjá má á myndunum hér neðar frá nýlegri sýningu í Lysekil. Auðvitað eru öll bátslíkön mikil völundarsmíði, en Åke Arnold gerir þetta líka á mjög svo listrænan máta og ýkir hlutföll og stærð bátana á skemmtilegan máta.

Myndaalbúm 1: Bátalistaverk

Myndirnar sem Sigurbjörg Þ Óskarsdóttir vinkona pistlahöfundar tók á sýningunni, tala sýnu eigin máli og eigum við öllum þessum völundarsmiðum sem leggja ómældan tíma í að varðveita bátasöguna okkar sameiginlegu mikið að þakka. Sjá t.d. meira hér um þekkta Siglfirska bátalíkanasmiði:

MINNINGAMYNDASAGAN SEM ALÞÝÐA ÍSLANDS SAFNAR OG SMÍÐAR

og

Snillingar bæjarins! Bátasmiðurinn Njörður
sksiglo.is | Okkar fólk | 17.07.2014 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1121 

BÁTAVÉLASAFN OG BÁTAVÉLAHLJÓÐ

Listamaðurinn Åke Arnold er með vinnuaðstöðu hjá félaginu L. Laurin og það félag rekur bæði bátavélasafnið SKANDIAMUSEET og dráttarbátinn – M/S HARRY.

Félagskapurinn L. Laurin, var stofnaður 1993 og aðaldriffjöðrin í því var góðkunningi pistlahöfundar, Stig Selander sem sem lést í fyrrasumar. Sjá meira hér um Stig:

PÅ VÄG MOT ISLAND…. á heimaslóðum sænskra síldveiðimanna! Lysekil (25 myndir)
sksiglo.is | Greinar | 28.07.2017 | Jón Ólafur Björgvinsson | Lestrar 1301

Á safninu SKANDIAMUSEET er sýndur fjöldin allur af uppgerðum bátavélum sem herra L. Laurin hannaði og framleiddi í Skandiaverket í Lysekil. Þetta eru flestar tveggja takta litlar bátavélar sem eru kallaðar “TÄNDKULEMOTOR” á sænsku (glóðarhettumótor á Íslensku) og gáfu þær frá sér mjög svo róandi taktfast bátavélahljóð. Dunk… dunk… dunk.. og það getur hljómað einkennilega, en fólki finnst það sjarmerandi að fá að heyra þetta hljóð og árlega streymir fólk að til að fá að sjá og heyra í þessum gömlu frægu vélum á TÄNDKULEMOTORNS DAG.

Félagið L. Laurin hefur einnig hljóðritað þessi vélarhljóð og selur geisladiska út um allan heim, en hér á heimasíðu félagsins er hægt að hlusta á nokkur ókeypis dæmi:

Lyssna på härligt dunk…  …⚓ 🎵 🎵 🎵…

Myndaalbúm 2: Hálfir bátar og skrokkar

Hálf bátslíkön og skrokkar eftir bátalistamanninn Åke Arnold Carlsson. Ljósmyndari: Sigurbjörg Óskarsdóttir.

Að lokum…
Bátalistaverka ljósmyndir frá Steingrími Kristins

Eins og pistlahöfundur nefnir hér i upphafi, er fátt eins róandi eins og að spássera á bryggjum og dáðst að fallegum bátum. Það er merkilegt að hugsa til þess að heima á Sigló gat maður séð báta og skip frá öllum heimsins hornum sem og allskyns heimasmíðaða báta og bárujárnskajaka og. fl. Steingrímur Kristinsson, stofnandi Ljósmyndasafns Siglufjarðar hefur undanfarnar vikur og mánuði verið að dunda sér við að setja lit á gamlar svarthvítar ljósmyndir og fékk ég leyfi hjá honum að sýna ykkur nokkrar af þessum myndum sem hann hefur litað og birt á Facebooksíðunni sinni. Ég mæli eindregið með því að þeir sem vilja lesa sig til um hvaða bátar og sögur kringum þá sem sjást hér neðar, skreppi í heimsókn á Facebooksíðuna hans.

Myndaalbúm 3: Litaðar bátaljósmyndir

Höfundur samantektar og endurvinnsla ljósmynda:
Jón Ólafur Björgvinsson
 , sjá meira söguefni eftir sama höfund hér:

https://trolli.is/author/nonni/

Forsíðu ljósmynd:
Ljósmyndari: Sigurbjörg Óskarsdóttir.

Allar ljósmyndir eru birtar með leyfi frá Ljósmyndasafni Siglufjarðar , Steingrími Kristinssyni og Sigurbjörgu Óskarsdóttur.

Heimildir:
Vísað er í heimildir í greinartexta.

Þakklætiskveðja til Steingríms Kristinssonar fyrir aðstoð, góð ráð og yfirlestur.