Kiwanisklúbburinn Skjöldur í Fjallabyggð heldur árlega grillveislu fyrir eldri borgara í Skarðsdalsskógi á Siglufirði.

Í gær, sunnudaginn 21. júlí, var fjöldi manns samankominn í skógræktinni og gæddi sér á lambalæri og pylsum ásamt allskonar drykkjarföngum í góðviðrinu.

Vaskir Kiwanismenn stóðu vaktina frá því snemma um morguninn til að gera veisluna sem best úr garði og voru gestirnir alsælir með veitingarnar.

 

Sigurjón Pálsson að smakka sósuna til

 

 

Veðrið lék við veislugesti

 

Beðið eftir veitingum

 

Brynja og Böddi létu sig ekki vanta í gleðskapinn

 

Góðra vina fundur

 

Ægi Bergsson að uppfarta á diskana

 

Guðmundur Skarphéðinsson með afastrákinn

 

Helgi Magg vildi fá nærmynd og hló alveg dillandi hlátri þegar hann sagðist vilja fá góða mynd fyrir minningargreinina

 

Kiwanisklúbburinn Skjöldur stendur fyrir árlegri grillveislu fyrir eldri borgara í Fjallabyggð

 

Yndislegt að vera í skógræktinni á svona góðviðrisdegi í góðra vina hópi

 

Þeir eru meistara grillarar þessir duglegu Kiwanismenn