BBQ-hamborgarar með karamelluhúðuðum rauðlauk og hvítmygluosti (5 hamborgarar)
- 2 rauðlaukar
- 2 msk smjör
- 1 tsk púðursykur
- 600 g nautahakk
- ½ dl Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce
- 1 msk estragon
- salt
- pipar
- hvítmygluostur

.
Smjör er brætt á pönnu við miðlungsháan hita. Hökkuðum rauðlauk er bætt á pönnuna og látinn malla í smjörinu í 10 mínútur. Púðursykri er þá bætt á pönnuna og látið malla áfram í 10 mínútur. Á meðan er hrært reglulega í lauknum. Ef laukurinn dökknar of hratt þá er hitinn lækkaður.
Nautahakk, estragon, Hunt´s Honey Mustard BBQ Sauce, salt og pipar er blandað saman og mótaðir 5 hamborgarar. Hamborgararnir eru grillaðir á lokuðu grilli í um 3 mínútur, þá er þeim snúið við og ostasneiðar lagðar ofan á. Grillinu er lokað aftur og hamborgararnir grillaðir áfram í um 6 mínútur. Undir lokin eru hamborgarabrauðum bætt á grillið og þau hituð.
Hamborgararnir eru bornir fram með karamelluhúðaða rauðlauknum, salati, góðri hamborgarasósu og jafnvel líka beikoni og avokadó.

.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit