Á Facebook-síðu „Siglfirðingar með til sölu eða gefins“ birtist eftirfarandi færsla í gær frá rekstrarstjóra Íslenska Gámafélagsins í Fjallabyggð

Svona fata með málningargrunni hvarf af gámaplaninu á Siglufirði í síðustu viku (31.08-01.08).

Hvort fatan lagði einsömul upp í leiðangur um bæinn til að taka þátt í hátíðarhöldum bæjarins, eða stökk uppí eitthvert skottið á vit ævintýra skal ekki fullyrt en hennar er saknað, enda í fullri vinnu hjá okkur.

Ef einhver hefur orðið hennar var er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að koma henni aftur til föðurhúsa eða senda okkur ábendingar um dvalarstað svo við getum nálgast hana.

Einnig vil ég ítreka að það er bannað að taka með sér heim dót af gámaplönum á Siglufirði og Ólafsfirði.

Kv. Heiðrún Ósk

heidruno@igf.is

Rekstrarstjóri Íslenska Gámafélagsins í Fjallabyggð