Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum
- 10 franskbrauðsneiðar
- 200 g rjómaostur
- 100 g döðlur, saxaðar
- 50 g valhnetur eða kasjúhnetur
- hnefafylli graslaukur, smátt saxaður
- um 20 beikonsneiðar
Hitið ofn í 190°. Skerið skorpuna af brauðinu og fletjið sneiðarnar út með kökukefli. Blandið saman rjómaosti, döðlum, valhnetum og graslauk. Bragðbætið með salti og pipar. Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostablöndunni og rúllið þeim þétt upp. Vefjið beikoni utan um brauðið og skerið hverja rúllu varlega í tvennt (betra er að skera rúlluna fyrst í tvennt og vefja beikoninu síðan utan um hvor helming fyrir sig).
Raðið á ofnplötu og bakið í ofninum í um 20 mínútur, eða þar til beikonið hefur eldast hæfilega.
Látið kólna lítillega áður en borið fram.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit