
Andri Hrannar Einarsson
Á morgun, föstudag, mun þátturinn Undralandið sem er á dagskrá virka daga frá klukkan 13 – 16 í umsjá Andra Hrannars, verða sendur út frá Dalvík.
Tilefnið er Fiskidagshátíðin sem nú stendur yfir, en sjálfur Fiskidagurinn mikli er á laugardaginn.
Þátturinn verður sendur út frá hinum splunku nýja veitingastað, Norður, sem stendur við höfnina á Dalvík.
Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Forsíðumynd: Andri Hrannar Einarsson