Það er  fátt eins gott og að vera ástfangin í góðu sambandi.
Eins ótrúlegt og hvernig börnin verða til þá er einnig ótrúlegt hvernig fólk finnur hvort annað og endist saman.
Það er svo margt sem þarf að passa svo fólk sé ánægt.
Við erum sjálfstæðar manneskjur með ólíkar þarfir og ólíka skapgerð.
Verðum pirruð útaf mismunandi hlutum, fólk þarf að laðast að hvor öðru, skapgert og útliti.
Kynlíf þarf að vera eitthvað sem báðir aðilar njóta með hvort öðru og svo lengi mætti telja.
Þegar fólk finnur hvort annað er ekki annað hægt að segja en að það sé heppið og ætti að passa vel uppá sambandið sitt og rækta vel saman.

1Sameiginlegar ákvarðanir:
Ákvarðanir sem teknar eru með þeim sem þú elskar eru skemmtilegar.
Það getur verið leiðinlegt að taka allar ákvarðanir ein/n með sjálfum sér.
Hvort sem þið eruð að finna ykkur íbúð eða hvað þið ættuð að borða í kvöldmatinn.

2. Hlýlegar kvöldstundir
Par þarf ekki að kúra saman öll kvöld en flest kvöld enda svoleiðis og það mjög notalegt, hvort sem makinn komi heim og skríði uppí til þín eða þið horfið saman á mynd, fara í bað saman og spjallið eða elda góðan mat.

3. Öryggi
Fólk í góðu sambandi ætti að finna fyrir öryggi.
Öryggi getur verið allskonar en góður maki styður við bakið á hinum aðilanum í hverju sem á blundar í lífinu en það er góð tilfinning að hafa manneskju sem gerir það.

4.  Gott spjall
Hafa einhvern til að tala við, sérstaklega spjalla saman uppí rúmi áður en fólk fer að sofa.
Segja manneskjunni frá hugsunum sínum eða pælingum og hlusta á hvað makinn hefur að segja.
Spjall um væntingar og drauma sem parið hefur fyrir framtíðina.

5.  Reglulegt kynlíf
Kynlíf með maka sem kann á þig er mögulega það besta.
Maki sem kann að kveikja í hinni manneskjunni og báðir njóta og geta notið þess þegar parið vill, eins oft og það vill.

6.  Óvænt
Fólk komi hvort öðru á óvart og gleðji hvort annað. Það þarf ekki að vera ferð til sólalanda heldur geta þessir litlu hlutir einfaldlega verð þeir bestu.

7. Bestu vinir
Þetta er í raun samantekt af öllu en í góðu sambandi er maki þinn einnig besti vinur þinn og það er svo dásamlegt við það að eiga alltaf þennan félaga sem þú getur treyst á. Manneskja sem nennir alltaf að brasa eða gera eitthvað með þér.

8. Ef eitthvað bjátar á
Veikindi, eitthvað tengt fjölskyldunni eða annað sem getur komið upp og hefur áhrif á líða okkar þá er gott að eiga maka sem hjálpar þér að komast í gegnum það sem upp kemur ef það er slæmt að hafa makann til að skæla í á kvöldin eða deila með honum tilfinningar sínar.

Þó það sé eitthvað minniháttar eins og flensa að þá er það manneskjan sem eldar súpu handa þér og stjanar við þig.

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Frétt: Hún.is