Í dag, laugardaginn 18. janúar kl. 13:00, verða myndlistarnemar frá Listaháskóla Íslands með þátt á FM Trölla, sem sendur verður út beint frá hljóðstofu FM Trölla á Siglufirði.
Um þessar mundir kanna 17 myndlistarnemar frá Listaháskóla Íslands nýjar lendur á Norðurlandi. Þau eru gestir í Alþýðuhúsinu og í Herhúsinu.
Það má segja að útsending sem þessi sé orðin fastur liður hjá listnemum sem heimsækja Alþýðuhúsið á Siglufirði.
FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga og í Skagafirði, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is
Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta
Minnum sjómenn og aðra með dýr eða takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is