Sigurður Ægisson, sóknarprestur

Á uppstigningardag, 26. maí næstkomandi, sem jafnframt er Dagur aldraðra, verður almenn guðsþjónusta í Siglufjarðarkirkju og hefst hún klukkan 14.00.

Kirkjukór Siglufjarðar syngur undir stjórn Rodrigo Junqueira Thomas.

Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Sérstakur gestur verður Kristín Lárusdóttir, sellóleikari, sem mun sjá um forspil og eftirspil.

Vöfflukaffi, í boði Systrafélagsins, verður í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu.


AÐALSAFNAÐARFUNDUR SIGLUFJARÐARSÓKNAR VERÐUR SVO AÐ ÞVÍ BÚNU.

Dagskrá:

• Venjuleg aðalfundarstörf

• Skýrsla stjórnar

• Ársreikningar lagðir fram til afgreiðslu

• Kosningar

• Önnur mál

Verið hjartanlega velkomin.

Sóknarprestur

Sóknarnefnd