Allir sem áhuga hafa geta fylgst með vefútsendingu frá heilbrigðisþingi 2020, föstudaginn 27. nóvember, með því að skrá sig til þátttöku á www.heilbrigdisthing.is. Þingið sem fjallar um mönnun, menntun og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu hefst kl. 8.30 með ávarpi heilbrigðisráðherra Svandísar Svavarsdóttur. Dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara og pallborðsumræður eru á vef þingsins sem lýkur kl. 12.20.

Um 500 manns hafa skráð þátttöku sína og enn er ráðrúm til að skrá sig fyrir þá sem eiga það eftir og vilja fylgjast með áhugaverðum fyrirlestrum og umræðum um þessi mikilvægu málefni heilbrigðisþjónustunnar.

ATH! Við upphaf þingsins þurfa þátttakendur að fara inn á vefsvæðið www.heilbrigdisthing.is. og smella á link sem þá verður sýnilegur þar sem útsendingin verður aðgengileg.

Fundarstjóri er Felix Bergsson.

Aðsent.