Nemendur við Menntaskólanum á Tröllaskaga fengu smá sýnikennslu í grunnatriðum box.

Fyrsti hálftími dagsins í skólanum er skipulagður í ýmiskonar uppbrot þar sem kennarar koma inn með fræðslu og þá oftast eitthvað sem sýnir nýja hlið á kennurunum.

Bergþór Morthens myndlistarkennari fór yfir nokkur grunnatriði með nemendum sem fengu svo að spreyta sig.

Nemendur sýndu góð tilþrif og fengu smjörþefinn af hinni göfugu list sem boxið er. 

Myndir

Forsíðumynd/Gísli Kristinsson