Jógvan, Matti og Vignir Snær flytja helstu smelli Eagles á Kaffi Rauðku annað kvöld föstudaginn 1. nóvember!
The Eagles þarf varla að kynna fyrir neinum en hún er ein vinsælasta hljómsveit fyrr og síðar. The Eagles hefur selt yfir 200 milljón hljómplötur á heimsvísu, en bandið var stofnað árið 1971 og er enn starfandi í dag.
Hver þekkir ekki lög á borð við Hotel California, Take it easy, Lying Eyes, Tequila Sunrise, Desperado og Peaceful easy feeling svo fátt sé nefnt. Hljómsveitin á ótal mörg vinsæl lög sem hafa verið mikið spiluð í gegnum árin.
Þeir íslensku tónlistarmenn sem ætla að flytja þessa mögnuðu slagara Eagles eru þeir Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Vignir Snær Vigfússon og hafa þeir verið fremstir á sínu sviði í mörg ár og ætla þeir þrír að flytja helstu lög Eagles.
Enginn sannur Eagles aðdáandi verður svikinn af að láta sjá sig á Rauðku þann 1. Nóvember.
Húsið opnar kl. 20:00
Tónleikarnir byrja kl. 21:00
Miðaverð 3900,-
Miðasala á tix.is og við inngang.