Í gær voru tveir leikir í fyrstu deild BENECTA-deildarinnar í blaki. Leikirnir fóru fram á Siglufirði. “Þetta var hörku blak-dagur, besta spilamennskan okkar til þessa” sagði Þórarinn Hannesson í viðtali við Trölla.

Karlalið BF tók á móti HKörlum frá Kópavogi og hófst leikurinn kl. 13. BF átti stöðugan, skemmtilegan og góðan leik. Reytingur var af áhorfendum sem hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Stemmingin var góð hjá þeim sem mættu. BF sigraði örugglena 3 – 0.

Kvennalið BF lék á móti Ými, sem hefur unnið alla sína leiki í deildinni 3 – 0 hingað til, og svo fór einnig um leikinn í gær, sem var þó hörku leikur. Leikurinn hófst kl. 15. BF konur voru ekki langt frá því að vinna eina hrinuna, léku vel, en svo fór að Ýmir sigraði BF konur 3 – 0.

Nánari upplýsingar má finna um BENECTA deild karla hér.

og BENECTA deild kvenna hér.

 

.

 

Myndir: Blakfélag Fjallabyggðar