Tekin var fyrir á 143. fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar beiðni frá Shirbi Ish-Shalom um að fá að halda bíókvöld í Sundhöll Siglufjarðar.

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, Skarphéðinn Þórsson, sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fræðslu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að um skemmtilega tilbreytingu geti verið að ræða.

Nefndin hefur falið forstöðumanni að útfæra bíósýninguna m.t.t. öryggis og hagkvæmni.