Fyrr á árinu varð Siglfirðingurinn Bjarni Mark fyrir persónulegu áfalli sem hafði áhrif á hann bæði í íþróttum og einkalífi. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að æfa og keppa, og nýtti menntun sína og reynslu til að takast á við áskoranirnar. Nú er hann aftur farinn að sinna íþróttasálfræðilegri ráðgjöf fyrir aðra og heldur þannig áfram að leggja áherslu á mikilvægi jafnvægis milli andlegrar heilsu og frammistöðu í íþróttum.
Sjá vefsíðu Bjarna Mark: HÉR
Bjarni Mark Antonsson Duffield er 29 ára knattspyrnumaður frá Íslandi og Englandi sem leikur með Val í Reykjavík í efstu deild. Hann hefur spilað knattspyrnu á Íslandi, í Svíþjóð og Noregi. Auk íslensku og ensku talar hann reiprennandi sænsku og norsku og telur sig einnig hafa góða kunnáttu í dönsku.
Hann er með BA-gráðu í sálfræði og meistaragráðu í íþrótta- og hreyfisálfræði. Markmið hans í þjálfun er að sameina fræðilega þekkingu úr námi við eigin reynslu úr íþróttaheiminum. Að hans mati felur þátttaka í íþróttum í sér fjölbreyttar áskoranir, hindranir og bæði jákvæða og neikvæða reynslu sem hafa áhrif á daglegt líf jafnt sem frammistöðu.
“Aðal áhersla minnar þjónustu er að hjálpa einstaklingum að ná því besta út úr sjálfum sér, með því að tileinka sér sterkt og gott hugarfar, jákvætt viðhorf og góðar hefðir. Allt íþróttafólk er einstakt á sinn hátt, og saman með hverjum einstakling langar mig að hjálpa þeim að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Að lokum, ef að þig einfaldlega vantar einhvern til að tala við um hindranir eða erfiðleika, ekki hika við að hafa samband. Ég veiti aðeins Íþróttasálfræðilega ráðgjöf, en ekki sálfræðilega meðferð, þannig að ef ég tel vandamál vera á því stigi, mun ég beina einstaklingum að fagaðila á því sviði. Tímar og spjöll eru framkvæmd í formi hljóð- eða myndsímtala, eða einfaldlega hitting í persónu, ef að þú ert staðsett/ur á höfuðborgarsvæðinu”
Mynd/úr einkasafni