Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ sjúkrastofnunar um áfengis- og vímuefnameðferð fyrir sjúkratryggða einstaklinga á göngudeildum SÁÁ, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Þjónustan er veitt af læknum, sálfræðingum og áfengis- og vímuefnaráðgjöfum sem starfa saman í þverfaglegu teymi.

Samningurinn er gerður á grundvelli tímabundinnar fjárveitingar á fjárlögum ársins 2019 og gildir hann frá og með 1. apríl 2019 til og með 31. desember 2019.

Markmið samningsins er að veita þeim einstaklingum sem samningurinn nær til bestu mögulegu greiningu, meðferð, ráðgjöf og eftirfylgd samkvæmt skilgreindum gæða- og öryggiskröfum.

Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi.