Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð hefur tekið upp þá ánægjanlegu nýbreytni að bjóða íbúum Fjallabyggðar upp á viðtalstíma einu sinni í mánuði í báðum byggðarkjörnum.
Íbúum gefst þá kostur á að spjalla við bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um það sem brennur þeim í brjósti
Fyrsti viðtalstíminn er í dag mánudaginn 21. janúar frá kl 16:30 – 17:30 í Ráðhúsinu á Siglufirði og þar verða bæjarfulltrúarnir Helga Helgadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Tómas Atli Einarsson.
Í næstu viku verður viðtalstími í Ólafsfirði, sá tími verður auglýstur þegar nær dregur.