Þann 11. febrúar á 112 daginn, voru haldnir styrktartónleikar í Siglufjarðarkirkju þar sem úrvalslið tónlistarfólks í Fjallabyggð kom fram og skemmti bæjarbúum til styrktar Björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði.
Ágóði tónleikanna var nýttur til kaupa á sérhæfðum fyrstu hjálparbúnaði í bifreiðar björgunarsveitarinnar, á mánudaginn afhenti Þorsteinn Sveinsson, skipuleggjandi tónleikanna, Magnúsi Magnússyni formanni Stráka búnaðinn fyrir hönd tónlistarfólksins sem kom fram á tónleikunum.
Fyrir ágóðann voru m.a. keyptar 3 fullbúnar sjúkratöskur með endurlífgunar og sárabúnaði, spelkur fyrir handa og fótameiðsl, sjúkrateppi og fullkomin vacumdýna til flutnings á sjúklingum. Þetta er frábær viðbót við búnað sveitarinnar og gerir sveitina mjög vel búna til að takast á við slys utan alfaraleiðar og við hópslys í heimabyggð.
Í dag eru 15 félagar sveitarinnar með menntun í fyrstu hjálp og notkun á búnaði sem þessum.
Björgunarsveitin Strákar færir tónlistarfólkinu og skipuleggjendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag og öllum þeim bæjarbúum sem komu á tónleikanna eða styrktu verkefnið með frjálsum framlögum.
Þeir sem komu fram á tónleikunum voru:
Karlakórinn í Fjallabyggð
Rafn Erlendsson
Guito og Steini
Landabandið
Hófí
Eva Karlotta, Ragna Dís og Fannar
Ræningjarnir
Dúo Brazil
Þórarin Hannesson og Amalía Þórarinsdóttir
Þorsteinn Sveinsson
Leó Ólason
Margrét Brynja Hlöðvesdóttir
Þorsteinn Bjarnason
Mynd: Björgunarsveitin Strákar