kef LAVÍK – Strobe (feat. JóiPé)

Kef LAVÍK gaf út nýtt lag í síðustu viku ásamt Jóa Pé, lagið nefnist Strobe og er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu sem kemur út í ágúst.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla alla sunnudaga kl. 13 – 15.

Í maí á síðasta ári gaf kef LAVÍK út fjögurra laga EP plötuna Heim eftir 3 mánuði í burtu. Platan var fyrsta útgáfa þeirra sem gefin er út á vegum Öldu Music.

Kef LAVÍK eru þeir Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Friðriksson og hafa þeir gefið út fimm plötur í fullri lengd og sex smáskífur.

Flytjandi:: kef LAVÍK
Heiti lags:: Strobe (feat. JóiPé)
Útgefandi:: Alda Music ehf.
Höfundar laga og texta:: Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Friðriksson
Höfundar texta: Einar Birkir Bjarnason, Ármann Örn Friðriksson, Jóhannes Damian Patreksson, Hafþór Snorrason