Björgvin Halldórsson gaf út lagið Allt sem ég vil síðastliðinn föstudag og er lagið komið í spilun á FM Trölla.

Söngkonan Stefanía Svavarsdóttir syngur ásamt Björgvini í laginu. Upptökustjórn og útsetning var í höndum Þóris Úlfarssonar.

Lagið er eftir bandaríska lagahöfundinn George Noriega og mexíkanska lagahöfundinn Fher Olvera en textinn eftir Steinunni Þorvaldsdóttur.

Lagið á Spotify