Þriðja golfmót Siglfirðinga fór fram í Borgarnesi sunnudaginn 21. ágúst.

Alls tóku 89 keppendur ( 92 skráðir og fullbókað ) þátt í mótinu sem er það fjölmennasta hingað til.
Því er greinilegt að mótið nýtur mikilla vinsælda.

Veðrið var svona og svona – eða bara í takt við veður sumarsins, sól en kaldur vindur en ekki rigning- sem betur fer.

Hamarsvöllur er mjög skemmtilegur völlur að spila, með frábæru umhverfi og í góðu standi. Golfklúbbi Borgarness og alveg sérstaklega Íþróttastjóra klúbbsins- Guðmundi Daníelssyni er þakkað sérstaklega fyrir mikla aðstoð og lipurð mikla við að setja upp mótið og keyra það áfram.

Úrslit urðu sem hér segir:

Höggleikur
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson á 76 höggum.
2. Helgi Runólfsson á 81 höggi
3. Finnur mar Ragnarsson 87 högg.

Í kvennaflokki með forgjöf urðu úrslit þessi:
1. Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir 33 punktar
2. Jóhanna María Björnsdóttir 32 punktar
3. Ólína Þórey Guðjónsdóttir 31 punkt
4. Bryndís Björnsdóttir 30 punktar
5. Annabella Albertsdóttir 30 punktar

Í karlaflokki með forgjöf urðu úrslit þessi:
1. Gústaf Adolf Þórarinsson 36 punktar
2. Ragnar Ólafsson 34 punktar
3. Haraldur G Erlendsson 34 punktar
4. Björgvin Gestsson 33 punkta
5. Kristján L Möller 33 punktar

Næstir holu voru:
Á 2. braut
Ástþór Árnason 5,38m
Á 8. holu
Hanna María Hjálmtýsdóttir 1,55m
Salmann Héðinn Árnason 2,52m
Á 18 holu
Liney Rut Halldórsdóttir 2,91m
Björn Steinar Stefánsson 3,52m
Lengstu teighögg áttu
Finnur Ragnarsson og Oddný Sigsteinsdóttir

Tilkynnt var að mótið á næsta ári verður á svipuðum tíma og á sama stað þ.e. Hamarsvelli í Borgarnesi.

Allir þátttakendur fengu golfkúlupakka með skjaldarmerkis merktum golfkúlum svo húfu merki með Siglufjarðarskjaldarmerkinu á.

Mótsstjórn þakkar öllum þátttakendum komuna og fyrir skemmtileg mót og samveru. Einnig þakkar mótsstjórn þeim fjölmörgu fyrirtækjum svo og einstaklingum kærlega fyrir veittan stuðning með sérlega glæsilegum verðlaunum.

Mótsstjórn Siglfirðinga golfmótsins
Kristján L Möller.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Guðjón Marínó Ólafsson
Björn Steinar Stefánsson.
Jóhann G Möller.

Myndir og heimild/Siglfirðingagolf