Allt svo hljótt er annað lagið sem Akureyringurinn Karen Ósk sendir frá sér. Þetta lag er komið í spilun á FM Trölla.

Fyrsta lagið frá henni var lagið Haustið þar sem hún fékk til liðs við sig stórsöngvarann Frikka Dór, það lag heyrðist mikið á útvarpstöðvum landsins.

Þetta nýjasta lag, Allt svo hljótt kom út 26. ágúst og er partur af EP plötunni hennar sem kemur út í byrjun október. Lagið sömdu Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir og Andri Þór Jónsson og síðan var það Ásgeir Orri frá StopWaitGo sem pródúseraði.

Lagið á Spotify