Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin í áttunda skiptið og hefst laugardaginn 2. júní kl. 15.00.
Flest öll íslensk brugghús landsins mæta til leiks, fimmtán að tölu og kynna fyrir gestum sína bjóra og hvað hefur verið að gerast hjá þeim síðasta árið, eða frá síðustu bjórhátíð. Kynnt verður til leiks klassíska, nýja og bjóra í þróun. Segull 67, míkróbrugghús Siglfirðinga og Gæðingur – Öl í Skagafirði verða á meðal brugghúsa, svo ekki sé minnst á heimamenn í Bjórsetri Íslands.
Eins og áður verður kútarallið, happdrætti, kosið um besta básinn og auðvitað besti bjórinn valinn. Boðið verður upp á Bratwurzt-pylsur og ýmislegt annað á grillinu.
Síðan kemur í ljós hvort verður bryddum upp á einhverju nýju, sem þeim hefur ekki ennþá dottið í hug!
20 ára aldurstakmark er á hátíðina.
Texti og myndir: aðsent