Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Afroase Bongo fish dried whole sem fyrirtækið Lagsmaður ehf. flytur inn vegna þess að fiskurinn er óhæfur til neyslu.

Varan greindist með of hátt magn af histamíni og öðrum lífrænum amínum. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) og sent út fréttatilkynningu.

Tilkynningin um innköllun kom í gegnum RASFF Evrópska hraðviðvörunarkerfið um hættuleg matvæli og fóður á markaði.

Sjá nánar: HÉR