Laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Ráðhússal Fjallabyggðar, Gránugötu 23, Siglufirði mun Björn Z. Ásgrímsson flytja erindi um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum.

Eftir erindið verður sameinast í bíla og ekið út í Fljót þar sem gengin verður gönguleiðin Hlöðnuvík – Hraunakrókur. Hér er um létta og þægilega göngu að ræða á allra færi. áætlað er að gangan taki um 2-3 klst. og er gönguhækkun um 100 m.

Gangan hefst rétt við afleggjarann heim að Hraunum í Fljótum, við skilti sem vísar á gönguleiðina til Siglufjarðar. Þar er upphaf hestagötunnar sem lögð var 1905.

Er miðað við 10 manna lágmarksskráningu. 

Verð 2.500 kr. pr. mann

Skráning fer fram hér á Sportabler